Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Kveðja
Kæra Ingibjörg, Óska þér gleðilegra jóla og takk fyrir fyrri kynni í hópunum okkar. Nú er viðkvæmur tími okkar sem höfum misst. Ertu á Facebook. Þú átt svo margar nöfnur að ég gat ekki fundið þig þar. Svo hef ég fullan áhuga á að fylgjast með eineltisbaráttu þinni. Bestu kveðjur, Leo (leoingason@simnet.is)
Leo Ingason (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 20. des. 2012
Næturflug
Sæl Ingibjörg. Þakka þér fyrir fljóta afgreiðslu á diskinum, ég er alveg heilluð af þessum fallegu lögum og flutningnum. Ég fann bloggið þitt og er búin að lesa það, vil votta þér samúð mína vegna fráfalls sonar þíns. Kærleikskveðjur. Ásta.
Ásta Einarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 1. nóv. 2011
Takk fyrir grein í Mogganum
Takk fyrir að halda umræðunni um einelti gangandi,það er svo mikilvægt. Við sem lendum í því að vera þolendur eigum svo erfitt með það því við erum í mörgum tilfellum stimpluð "sem erfðir einstaklingar" og okkur ekki trúað. Alls kyns órhróður er borinn út um okkur af gerendunum. Grein um vinnustaðaeinelti í MBL opnaði augu mín fyrir því sem var að gerast í mínu lífi. Mér var síðan bent á heimasíðuna www.bullyonline.org - workplace bullying og sú lesning bjargaði lífi mínu. Þar er á mjög greinagóðan hátt lýst birtingarformum eineltis á vinnustöðum. Hvet alla sem lenda í slíku einelti að skoða þessa heimasíðu. Kærar þakkir til allra sem halda málinu gangandi þetta er haldreipi okkar sem lendum í einelti og opnar augu hinna sem eru að verða fyrir því. Enn er svo langt í að tekið sé á gerendum og þeir látnir yfirgefa vinnustaðinn.
Þórdís G. Arthursdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 22. júní 2009
Innileg samúð
ég veit hvernig þetta er með einelti. kveðja Eyglo karlsdóttir
Eyglo Karlsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. feb. 2009
Ég vil aðeins skrifa um einelti
Ég vil byrja á því að óska þér samúð mína varðandi son þinn. ég sjálf hef einnig lent í þessum hlutum kveðja . Eyglo karlsdóttir
Eyglo Karlsdottir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 23. feb. 2009
Fundur
Sæl, við hjá Hugarafli ræddum mál liðsmanna Jerico og skort á fundaraðstöðu og við viljum bjóða húsnæði okkar fram, ef þið viljið halda fund í Hugarafli, þá er það velkomið. Þá er bara að hafa samband við Þórdísi (Dísu) og hún reddar því.
Þórdís Guðmundsdótir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 15. jan. 2009
Hugarafl
Sæl Ingibjörg, Þórdís heiti ég og er í samtökunum Hugarafli (www.hugarafl.is) og okkur langar til að leggja þér lið á þann hátt sem við getum. Okkur datt í hug að auglýsa bloggið þitt og það sem þú hefur verið að gera, á síðunni okkar. Mörg okkar hafa lent í einelti og getum við vonandi hjálpað eitthvað. Kær kveðja Þórdís
Þórdís Guðmundsdóttir, þri. 6. jan. 2009
Er ákveðin að leggja mitt af mörkum
Einelti er lífshættulegt! Ef þið vitið um einhvern sem lagður er í einelti gerið þá eitthvað í því! Tók þetta af síðu um einelti. Var að afla mér upplýsinga um einelti, og fann þá einnig tengil inn á þína síðu, Ingibjörg Helga. Þætti vænt um að þú hefðir samband við mig. Ætla hér með að biðla til þín sem bloggvinur. Alltumvefjandi hjartans kveðjur til þín, Ingibjörg
Ingibjörg SoS, þri. 30. des. 2008
Ég er með !!!
Skrifa loksins í gestabókina. Elsku Inga, þú þekkir efni minnar sögu en í stuttu máli: Mér var markvist og daglega misþyrmt andlega og öðru hverju líkamlega í Húsabakkaskóla og Dalvíkurskóla á árunum 1979-1989. Kennarar og skólastjóri létu sem þeir tækju ekki eftir þjáningum mínum sem hafa augljós félagsleg og heilsufarsleg áhrif á mig enn þann dag í dag. Tveir gerandanna hafa beðist afsökunar. Einn (H) dauðadrukkinn á balli í Sjallanum á Akureyri mörgum árum seinna og hinn (J) skriflega á bloggi sem ég hélt úti hér á moggablogginu fyrir nokkrum árum en sem ég eyddi svo því ég missti stjórn á hatrinu í skrifum mínum. Ég upphafsstaf þeirra hér með en þetta var svo lítill skóli að það ætti að duga. En vá hvað mig langar að skrá hér full nöfn þeirra sem ekki hafa manndóm í sér til að bæta mér skaðann á einhvern hátt. En það kemur seinna og ég mun ekki hika við að tjá mig þannig nái það athygli minni að einhver gerandanna sé á leiðinni í pólítík eða sé að vinna með börn. Þungur hnífur já mjög þungur hnífur. Edda Björk Ármannsdóttir frá Laugasteini, Svarfaðardal.
Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, fim. 18. des. 2008
Hæ
Mig langar svo að vera með. Er fullorðið fórnarlamb eineltis, var lögð í einelti í grunnskóla. Um 20 ár síðan ég kláraði grunnskóla en þetta er dauði og djöfull sennilega upp á hvern einasta dag. Jæja en þetta gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag, manneskjunni sem ég reyni mitt besta til að elska.
Sigríður Árdís Kristínardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 9. des. 2008
Blessuð Inga
Frábært framtak, ótrúlega sterk og frábær í baráttu þinni. Veit það af eigin reynslu að einelti hefur áhrif fyrir lífstíð. Kveðja, Júlía Garðarsdóttir
Júlía Garðarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 5. des. 2008
Vil gerast félagi
Sæl, langar að gerast félagi í samtökunum, er fullorðið fórnarlamb eineltis á vinnustað. Hef fylgst með baráttunni, sigrum og ósigrum, og þótt við missum kæra vini og eigum um sárt að binda þá felst sigurinn í okkur sem eftur stöndum, við getum hjálpað og það er skylda okkar að flytja baráttuna áfram til barna okkar og barnabarna, notum öll tækifæri til að fræða og fræðast, stöndum saman. Sendi blessun og góðar kveðjur til þín og þinna. Þórunn E.S.
thorunn.e.s. (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 24. nóv. 2008
sæl Inga mín
hæhæh Inga mín ég samhryggist ykkur vegna fráfalls sonar ykkar,var bara að frétta það í vikuni að þið hefðuð mist engilin ykkar.vonandi manstu eftir mér Jóna Holm úr Kefl s8440968vonandi manstu eftir mér kær kveðja Jóna
Jóna (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 19. nóv. 2008
Forvarnir gegn einelti
Sæl Inga mín,jæja það er nú frábært að þetta gengur bara vel, en ég vildi segja þér eitt að núna í skólanum mínum erum við að fara í verkefni sem munu verða forvarnir gegn einelti og vonums við að þetta fari í gang sem fyrst, egum reyndar eftir að tala aðeins um þetta en ég sat á fundi um daginn með skólastjóra og fleirum og þeim leist mjög vel á þetta :),, vildi bara koma þessu hérna fram kveðja:Bjarki Freyr í Breiðvangnum
Bjarki (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. nóv. 2008
einelti
kæra inga. guð gefi að þer gangi vel með þetta verk. eg skil þig mjög vel, missti ena barnið mitt fyrir tiu arum, sjalfsvig.Larus er fallegur drengur,hann er með ykkur, það er vist.kveðja Solveig
solveig (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. nóv. 2008
Til hamingju með viðtalið í dag
Til hamingju með viðtalið í dag í Vikunni elsku Inga mín. Þetta er virkilega flott og myndirnar allar æðislegar. Knús og meira knús til þín
Dagný B (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 13. nóv. 2008
Það er hægt að uppræta einelti
Einelti í grunnskólum landsins og víðar í samfélaginu viðgengst af því að gerendur komast upp með það, svo einfalt er nú það!!! Gerendur komast upp með að leggja aðra í einelti, af því að hingað til hefur sjaldan verið gert neitt af viti í eineltismálum, t.d. eins og að gerandi þurfi að víkja úr skóla en ekki þolandi. Hér dugar ekkert máttleysi. Talað er um Olweusaráætlanir ekki vantar það, en þeir foreldrar sem eiga börn sem þjökuð eru vegna hörmulegs eineltis í grunnskólum landsins, vita að hvað sem öllum áætlunum líður, þá fær þolandinn ekki þá hjálp og andlega stuðning sem hann þarf. Sorglegt en því miður satt. Einelti veldur þungbærri sorg hjá þolanda og fjölskyldu hans! Einelti er lífshættulegt og það er svo sannarlega kominn tími til að stöðva þetta skelfilega samfélagsmein. Ég þakka Ingu og öðru duglegu fólki fyrir framtakið og vonast til að geta komið að liði. kv. Elsa.
Elsa Sveinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 9. nóv. 2008
Þakka þér fyrir...
... yndisleg skilaboð i gestabókina mína. Megi allt gott sem til er í heiminum vernda þig og fjölskyldu þína og blessa minningu sonar þíns. Ég votta ykkur mína innilegustu samúð.
Jónína Dúadóttir, mán. 20. okt. 2008
Trúnaður?
Sæl Ingibjörg, ég heiti Þórólfur Jóhannesson og á son sem er 14 ára og er í 9 bekk. Sonur minn var í grunnskóla í Grafarvogi frá 6 ára og upp í 12 ára og fann sig aldrei vel í skóla og gerir ekki enn. Hann var alltaf á fullu hlaupandi í leikskóla og honum fannst lífið svo skemmtilegt á þeim tíma að það skríkti í honum af gleði yfir lífinu sjálfu, allt svo yndislegt. Án þess að taka eftir því í byrjun, fór að halla undan fæti smátt og smátt í skólanum, enginn heimsendir, en hann var aldrei ánægður í skóla og þoldi ekki að sitja kyrr og hlusta allan daginn, of mikill orkubolti til þess og svo fór hann að þyngjast og er of þungur í dag. En það sem ég vildi spyrja þig um þar sem þú ert sjálf grunnskólakennari er hvort kennarar séu haldnir einhverskonar trúnaði gagnvart því sem gerist innan veggja skólanna, því að kennari dóttur okkar sem er tveimur árum yngri sagði eitt sinn við okkur að sonur okkar yrði fyrir áreiti í skólanum. Þegar kona mín spurði hana nánar út í málið bar hún fyrir sig þessum trúnaðarbulli og gæti ekki upplýst okkur frekar um málið. Getur það verið að eineltismál fari ekki út fyrir veggji skólans út af þessum svokölluðum trúnaði? Hef það stundum á tilfinningunni að sonur minn láti mikið yfir sig ganga og að hann telji það vera eðlilegt þar sem hann þekki ekki annað en að vera sá sem goggað er í af fjöldanum. Við erum reyndar flutt í dag og honum virðist líða betur í nýjum skóla. En það snart mig svolítið um daginn þegar hann vildi ekki einu sinna keyra í gegnum gamla hverfið sitt hann nánast lét sig hverfa ofan í sætið á bílnum og bað mig um að flýta mér í burt. En svo þegar ég spyr hann að þá næ ég engu út úr honum um það hvort eitthvað hafi verið að í skólanum. Ef þú hefur tíma Ingibjörg þætti mér vænt um að heyra álit þitt á þessu með trúnaðinn. Baráttukveðja þér til handa, Þórólfur, thorolfj@talnet.is GSM 8918881 http://andlegt.blog.is/blog/andlegt/
Þórólfur (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 18. okt. 2008
Undir regnboganum
Ég vil kvitta fyrir koma mína hingað. Móðir mín, Ásdís Björgvinsdóttir benti mér á þessa síðu. Ég kannast við lýsingarnar þar sem ég lenti sjálfur í einelti í tvö ár þegar ég var í Víðistaðaskóla í hfj. Hversu mikið hatur getur maður lagt á 70 manns? Þegar ég dett í mitt þunglyndi, þá gæti ég hugsað mér að myrða alla þá sem gerðu mér þetta á sínum tíma. Fyrir mér er sjálfsmorð ekki lengur möguleiki því af hverju ætti ég að deyja fyrir það sem þetta hyski gerði mér? Fyrir þessum árum var þetta þannig að allir strákarnir stríddu mér, ekki stelpurnar beint en vegna þess að þær gerðu ekkert til að hjálpa mér eða segja strákunum að hætta, þá voru þær samsekar í mínum augum, þess vegna hata ég þær líka. Í mínum árgangi voru 73 krakkar, þar af voru þó 3 strákar vinir mínir. Ég var lagður í einelti af um 40 strákum, einum og einum eða mörgum, jafnvel öllum, hvern dag í skólanum, hverja mínútu... Helvítis hyski. ---- Hvað varð um Regnbogabörn? Fór það til andskotans eftir að Stefán Karl gafst upp á því og fór að leika ljóta kallinn? Ég bið að heilsa og ég vona að þér gangi vel með allt, ég sjálfur geng áfram, smátt og smátt, þó liðin séu 13 til 12 ár síðan þetta var. Kv, SnorriK
Snorri Kristinss. (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 15. sept. 2008
magnað, loksins
Hæ frábært að skoða síðuna baráttukveðjur Helga P Hrafnan
Helga P Hrafnan (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 15. sept. 2008
Ljós og kærleikur frá Selfossdeildinni...
Elsku Inga, Takk fyrir bréfið, ég er fegin að vera komin í samband við þig. Enn og aftur, það er frábært þegar fólk snýr stærstu sorgum lífsins upp í sigurgöngu og lætur gott af sér leiða. Ég verð með. kærleikskveðja Anna
Anna S. Árnadóttir, mið. 10. sept. 2008
Frábært framtak!
Elsku Inga, þú átt hrós skilið fyrir áræðni þína og framtakssemi. Lífssýn þín er svo skýr. Megi ljósið lýsa þér áfram veginn til farsældar. Ég hugsa oft til þín og bið með ykkur um að þetta framtak verði að veruleika. Með baráttukveðju, Jóhanna S. Kristjáns.
Jóhanna S. Kristjánsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 9. sept. 2008
Kæra vinkona.
Elsku Inga, frábært framlag þitt í þágu eineltis. Þú átt allan minn stuðning, eins og þú líklega veist nú þegar. Knús og kremja frá mér :*
Hafdís C. Jakobsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 8. sept. 2008
Elsku Inga
Elsku Inga. Mikið er ég stolt af þér og fjölskyldunni þinni. Mér finnst ekki til fallegri leið til að halda minningunni um Lárus frænda á lofti en sú sem þið gerið. Hlakka til að leggja mitt að mörkum elsku frænka mín. Knús Hanna Björg
Hanna Björg (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 8. sept. 2008
Löngu tímabært!
Átak sem þetta - rödd sem þorir að láta í sér heyra - var löngu orðin tímabær. Það er kominn tími til að fólk átti sig á þeirri vá sem einelti er. Einelti er ekki hluti af bernskubrekum barna, það er dauðans alvara og þolandinn ber þess merki alla tíð. Ég styð þig 100% í baráttu þinni og vill ólm fá að leggja hönd á plóg.
Þóra Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 7. sept. 2008
hæ
elsku móðir og fjölskylda.Mér vefst tunga um tönn en ég vil votta ykkur mína dýpstu samúð:''(.Þetta er svo hræðilegt sem gerðist fyrir son þinn.'Eg lenti sjálf í einelti í skóla og það eyðilagði mig fyrir lífstíð:('Eg er á lífi en þjökuð af því sem gerðist og kannski næ ég aldrei að vinna alveg úr því.En ég fór út í mikla neyslu og rugl vegna eineltisins:(samt er ég töluvert eldri en sonur þinn.En ég votta ykkur mína dýpstu samúð og þið eruð í mínum bænum.
elsa maria (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 6. sept. 2008
Sæl Inga min.
Skrifa lika her sem gestur hja ther, eg vil vera a skra sem studningsmadur,er buin ad skrifa i athugasemdir lika, og synist ad allir sem lesa thetta her, eigi ad skrifa athugasemd, svo ad ekki fari a milli mala ad folk taki thetta alvarlega....og syni studning. Knus aftur og aftur til thin Inga min. Gudrun
Gudrun Berg (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 5. sept. 2008