Samið til minningar um Lárus Stefán Þráinsson.

  

Frumflutningur á jarðarfaradag Lárusar.

Nýfæddur lítill ástarengill.

SONUR

 

Dimm var nótt og dökk voru ský

og dagur sem aldrei rann

nú er sálin þín flogin til himna farin

 "ég sorg minni lýsa ei kann."

 

Ég sé þig sonur í anda

standa mér enn við hlið

þú varst svo glaðvær og sterkur

er gleðin sér lék okkur við.

 

Hvort meira er á mig lagt

en aðra dauðlega menn

er svipur þinn á mig sækir

ég spyr þig guð... aftur og enn.

 

Ég leita svara... í orðvana spurn

sonur minn elsku sonur af hverju þú.

því það var ég sem hefði átti að ganga á undan þér

yfir þessa brú.

 

Ég bið að ljósið þér áfram lýsi

svo leiðin verði vís

þar sem nótt er ei nein

þar sem nýr dagur rís

                               þar sem sál þín fær frelsi og frið                            

í paradís

 

Lag og texti: Magnús Þór Sigmundsson.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband